Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Myndlist    
[enska] auricular style
[danska] bruskbarok
[sh.] ørebruskstil
[íslenska] brjóskbarokk
[sh.] brjóskskreyti
[skilgr.] afbrigði barokkskrauts sem var algengt í Norður-Evrópu á 17. öld, einkum í útskurði á húsgögnum
[skýr.] Einkennist af mjúkum og sveigðum formum sem minna á eyrnabrjósk og útskýra nafnið. Grímur, englahöfuð og upphleypt blaðskraut er einnig algengt í b. Upphafsmaður b var hollenski silfursmiðurinn Paulus van Vianen.
[dæmi] Guðmundur tréskeri Guðmundsson frá Bjarnastaðahlíð (um 1618 - um 1690) iðkaði mjög b í verkum sínum og eru mörg þeirra varðveitt.
Aftur í leitarniðurstöður
Leita aftur