Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Myndlist    
[íslenska] maníerismi
[skilgr.] (úr lat./ít. maniera, stíll, háttur) stefna í myndlist sem kom fram á Ítalíu um 1520 og barst þaðan til annarra Evrópulanda, leið undir lok um 1600
[skýr.] Einkennist af hugkvæmni í stílbrögðum og ýkjum í myndbyggingu. Í málverkum og höggmyndum m er líkamsbygging fólks gjarnan úr lagi færð og stellingar ankannalegar og oft eru verkin uppfull af sálfræðilegri og erótískri spennu. Listmunir í þessum stíl einkennast af yfirburðatækni og óvæntum útúrdúrum. Utan Ítalíu var m yfirleitt bundin við hirðir og höfðaði lítt til fjöldans. Heitið var fyrst notað við lok 18. aldar af ítalska fornleifafræðingnum Luigi Lanzi.
[dæmi] Upphaf m má rekja til verka Michelangelos og Rafaels en stefnan rís e.t.v hæst hjá Agnolo Bronzino, Pontormo, Tintoretto og El Greco.
[danska] manierisme
[enska] Mannerism
Aftur í leitarniðurstöður
Leita aftur