Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Lögfræðiorðasafnið    
[íslenska] aðall
[skilgr.] Þjóðfélagsstétt sem nýtur forréttinda skv. lög­um og hefð.
[skýr.] Stétt aðalsmanna (eins og var með­al ýmissa annarra þjóða) var aldrei til á Íslandi, en árið 1258 skipaði Noregskonungur Gissur Þorvaldsson jarl (sem var hár aðalstitill) yfir nokkrum héruðum á Íslandi, með óvissri heimild fyrst í stað. Gissur bar jarlsnafn til dauðadags, 1268. Um réttarstöðu aðalsmanna fyrr á öldum sjá að nokkru hirðlög. Á síðari hluta miðalda, og jafnvel síðar, fengu allnokkrir Íslendingar aðalsnafnbætur frá konungi (þeir öðluðust riddaratign eða voru ?herraðir"), en óljóst er hvaða réttaráhrif fylgdu þeim nafnbótum, sem ekki voru heldur til frambúðar. Í stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni Íslands frá 1874 segir, í 60. gr.: ?Öll sérstakleg réttindi er lögin hafa bundið við aðal, nafnbætur og tign, skulu vera af tekin." Ákvæðið hafði í reynd ekki raunhæfa þýðingu hér á landi á þeim tíma eða síðar, a.m.k. hvað varðaði aðalstign.
Leita aftur