Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Lögfræðiorðasafnið    
[íslenska] afréttur
[skilgr.] Landsvæði utan byggðar sem að staðaldri hefur verið notað til sumarbeitar fyrir búfé, sbr. 2. gr. jarðalaga 81/2004.
[skýr.] Fyrir gildistöku l. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta gat a. verið ákveðið form á eignarhaldi lands, þ.e. a) a. sem voru fullkomin eignarlönd tiltekins eða tiltekinna aðila, b) a. sem aðeins voru afréttareign og c) afréttarítök. Í 5. gr. l. 6/1986 um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. segir: ?Það skulu vera afréttir, sem að fornu hafa verið. Þó getur stjórn fjallskilaumdæmis ákveðið nýja afrétti eftir tillögum sveitarstjórnar, ef við á, og með samþykki landeiganda. Enn fremur geta sveitarstjórnir, með samþykki stjórnar umdæmis, ef við á, breytt takmörkum afrétta og lagt til þeirra land, er þær hafa full umráð yfir. Ekki verður afréttarland, þótt í einkaeign sé, gert að heimalandi, nema samþykki sveitarstjórnar komi til. " Sjá einnig afréttur einstakrar jarðar eða stofnunar, samnotaafréttur og upprekstrarréttur.
Aftur í leitarniðurstöður
Leita aftur