Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Lögfræðiorðasafnið    
[íslenska] vanefnd
[skilgr.] Efndabrestur í kröfusambandi sem hefur í för með sér réttaráhrif til hagsbóta fyrir kröfuhafann (þ.e. þolanda efndabrestsins) en til óhags fyrir skuldarann.
[skýr.] Vanefnd felst, nánar tiltekið, í því að skuldari innir ekki greiðslu sína af hendi á réttum stað eða á réttum tíma eða þá að greiðslan er ekki í réttu ásigkomulagi. Vegna vanefndar skuldarans getur kröfuhafi að jafnaði gripið til viðeigandi vanefndaúrræða. Það er ef skuldari innir ekki greiðslu sína af hendi á réttum tíma og réttum stað, þá er um v. að ræða af hans hálfu sem heimilar kröfuhafa beitingu vanefndaúrræða.
[s.e.] efndabrestur, vanefndaúrræði
Leita aftur