[skilgr.] Ein grunnstærða eðlisfræðinnar er segir til um efnismagn í tilteknu efni eða hlut og lýsir sér í tregðu efnisins eða hlutarins gagnvart hraðabreytingu.
[skýr.] Massi efnis er mældur í kílógrömmum og er alltaf sá sami, en þyngd þess getur verið breytileg með breyttri þyngdarhröðun. Staðlar Alþjóðaflugmálastofnunarinnar og íslenskar reglugerðir um flug miðast ævinlega við massa. Sumar flughandbækur tilgreina þó enn massa með þyngdarheitum og einingunni kg.