|
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið. |
|
[íslenska] |
leiguflug
hk. |
|
[skilgr.] Óreglubundið flug til flutninga á farþegum og vörum í loftförum með hámarksmassa 5700 kg eða meira eða viðurkennd til flutninga á 10 farþegum eða fleirum.
[skýr.] Til leiguflugs þarf flugrekandi að afla sérstaks leyfis, venjulega fyrir hönd ferðaskrifstofu eða félagasamtaka eða vegna einstaks tilefnis, og gildir það fyrir eina flugferð eða fleiri. Fargjöld eru háð öðrum skilmálum en í reglubundnu áætlunarflugi og jafnan höfð ódýrari.
|
[sbr.] |
alferð
|
|
[enska] |
charter
|
[sh.] |
charter flight
|
|
|
|
|
|
|