Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Umhverfisorð (Albert S. Sigurðsson)    
[íslenska] vistferilsgreining
[skilgr.] Vistferilsgreining er aðferð til að meta heildarumhverfisáhrif vöru eða þjónustu yfir allan vistferil vörunnar þ.e. allt frá vinnslu hráefna í vöruna til endanlegrar förgunar hennar. Stór fyrirtæki erlendis hafa notað vistferilsgreiningar í vöruþróun. Samtök ákveðinna atvinnugreina, t.d. framleiðendur PCV –plasts, hafa notað vistferilsgreiningar til að kortleggja umhverfisahrif PVC-plastvarnings og ríkisstjórnir hafa notað niðurstöður vistferilsgreininga til að ákvarða ýmsar lagalegar kröfur, til dæmis kröfur um endurvinnslu/endurnotkun drykkjarvöruumbúða. vistferilsgreiningar hafa einnig verið nýttar við gerð viðmiðana fyrir umhverfismerki eins og Hvíta svaninn, umhverfismerki Norðurlandanna. Tengd hugtök: Visthæf vöruþróun, umhverfismerki, endurvinnsla
[enska] life cycle assessment (LCA
Aftur í leitarniðurstöður
Leita aftur