|
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið. |
Úr orðasafninu Myndlist
|
|
|
[enska] |
mezzotint
|
|
|
[danska] |
mezzotinte
|
[sh.] |
sortekunst
|
|
|
[íslenska] |
mezzótinta
|
|
[skilgr.] (úr ít. mezzatinta, miðlungstónn), ristuþrykk þar sem sink- eða koparflötur er ýfður upp, fletir sem eiga að vera ljósir sléttaðir og myndin að lokum svert og þrykkt. Afþrykkið nefnist einnig m
[skýr.] Við gerð m er málmplatan ýfð upp með sérstöku smátenntu verkfæri svo yfirborðið verður hrjúft. Myndin er síðan unnin í plötuna með því að slípa niður þær línur og fleti sem eiga að vera ljósir, mest þá sem eiga vera hvítir. Sverta er borin á plötuna og síðan strokin af og situr hún þá eftir í hinum hrjúfa hluta plötunnar, mest þar sem hrjúfast er. Síðan er málmplötunni þrykkt á rakan pappír í grafíkpressu. Einkenni m eru djúpsvartir og gráir tónar.
|
|
|
|
|