|
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið. |
Úr orðasafninu Myndlist
|
|
|
[danska] |
sgraffito
|
|
|
[enska] |
sgraffito
|
|
|
[íslenska] |
múrrista
|
[sh.] |
myndrista
|
|
[skilgr.] forn aðferð í veggskreytingu og leirlist þar sem rist er í gegnum þunnt lag af gifsi eða steypu á vegg eða leirblöndu á leirvasa sem leiðir í ljós liti undirlagsins
[skýr.] m hefur einkum verið notuð við gerð veggmynda en einnig við skreytingu gler- og leirvara. Aðferðin var algeng á endurreisnartímanum og var endurvakin á 20. öld. Hún er í því fólgin að tvö eða fleiri lituð lög eru dregin hvert yfir annað, eftir fjölda lita sem eiga að vera í myndinni og hún síðan skafin í blautan múrinn/leirinn. Yfirleitt er dekksta lagið neðst og það ljósasta efst. Uppistaðan í efninu við veggskreytingu er oft fínmulinn hvítur marmari, kalk og steinlitir. Alþjóðlega heitið er dregið af ít. orðinu sgraffito eða graffito, af sgraffiare, rista, rispa.
[dæmi] Dæmi um múrristu á Íslandi er altaristaflan í Þorlákshafnarkirkju eftir Gunnstein Gíslason.
|
|
|
|
|