Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Lögfræðiorðasafnið    
Flokkun:í sjórétti
[íslenska] björgunarlaun
[skilgr.] Greiðsla til bjargenda skipa og verðmæta sem við skip eru tengd, svo sem farms, á grundvelli björgunarsamnings.
[skýr.] Oft hefur þó ekki verið samið fyrirfram um upphæð b. heldur ræðst hún þá af almennum reglum. Bjargendur eiga rétt til b. ef björgun ber árangur. Björgun mannslífa veitir ekki rétt til sjálfstæðra b. en sá sem bjargar mannslífi við framkvæmd björgunar á þó rétt á sanngjarnri hlutdeild í björgunarlaunum eða í sérstakri þóknun, sbr. 167. gr. siglingalaga 34/1985. B. skal ákveða með það í huga að hvetja til björgunar. Við ákvörðun b. skal þessa gætt, skv. 168. gr. sömu laga: a) verðmætis þess sem bjargað var, b) verklagni þeirrar og atorku sem björgunarmenn beittu við björgun skips, annars lausafjár og mannslífa, c) verklagni og atorku björgunarmanna við að koma í veg fyr­ir eða draga úr umhverfistjóni, d) að hve miklu leyti björgunin tókst, e) eðlis og umfangs hættunnar, f) hve langan tíma björgunaraðgerðir tóku ásamt útgjöldum og tjóni því sem björgunarmenn urðu fyrir, g) hve skjótt hjálpin var veitt, h) áhættu björgunarmanna að verða skaðabótaskyldir gagnvart þriðja manni og annarrar hættu sem björgunarmönnum eða eignum þeirra var stofnað í, i) að björgunarskip eða annar búnaður var notaður eða var til reiðu við framkvæmd björgunarinnar, j) umfangs björgunarviðbúnaðar, afkastagetu og verðmætis búnaðar björgunarmanna. Verði málsaðilar ekki ásáttir um upphæð b. geta þeir látið ákveða hana með dómi. Sjá einnig skipting björgunarlauna.
[s.e.] skipting björgunarlauna
Aftur í leitarniðurstöður
Leita aftur