Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Lögfræðiorðasafnið    
[íslenska] Framkvæmdasýsla ríkisins
[skilgr.] Ríkisstofnun undir yfirumsjón fjármála- og efnahagsráðuneytis sem fer með stjórn verklegra framkvæmda af hálfu ríkisins nema annað sé sérstaklega tilgreint í lögum.
[skýr.] Stofnunin veitir ráðuneytum og ríkisstofnunum ráðgjöf um byggingartæknileg málefni og undirbúning framkvæmda. F. skal beita sér fyrir að hagkvæmni sé gætt í skipan opinberra framkvæmda. Til að sinna þessu hlutverki skal hún: a) Veita ráðgjöf og vinna að samræmingu við undirbúning og áætlunargerð við opinberar verkframkvæmdir. b) Undirbúa og annast framkvæmd útboða og samninga við verktaka. c) Sjá um reikningshald og greiðslur vegna verka nema öðruvísi semjist um eða fjármála- og efnahagsráðherra ákveði annað. d) Hafa frumkvæði að útgáfu viðmiðana um stærð rýma og gæði opinberra mannvirkja. e) Byggja upp og viðhalda skrá yfir fasteignir ríkisins sem gagnast ráðuneytum og ríkisstofnunum við stjórn fasteignaumsýslu. f) Stuðla að þróun verktakamarkaðar og aukinni samkeppni. g) Stuðla að skilvirkni og faglegum vinnubrögðum í tengslum við verklegar framkvæmdir. Sbr. l. 84/2001 um skipan opin­berra framkvæmda.
Aftur í leitarniðurstöður
Leita aftur