|
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið. |
Úr orðasafninu Lögfræðiorðasafnið
|
|
|
[íslenska] |
iðgjaldsafsláttur
|
|
[skilgr.] Lækkun iðgjalds.
[skýr.] Sú regla hefur lengi gilt í bifreiðatryggingum að vátryggingartaki á rétt á afslætti af iðgjaldi sínu ef vátryggingafélagið hefur ekki þurft að greiða tjónbætur vegna vátryggingar hans á nánar tilgreindu tímabili, venjulega einu ári. Þessi afsláttur er oft nefndur bónus. Ökutæki og tjónbætur.
|
|
|
|
|