Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Lögfræðiorðasafnið    
[íslenska] óskipt björgunarlaun
[skilgr.] Sá hluti björgunarlauna sem ekki kemur til skiptingar (sjá skipting björgunarlauna).
[skýr.] Af björgunarlaunum skal, að óskiptu, bæta það tjón sem varð á því skipi sem veitti að björguninni, farmi þess skips eða á öðrum fjármunum sem á því skipi voru, ásamt útgjöldum vegna eldsneytis og launa skipstjóra og skipshafnar sem af björgunarstarfinu leiddi, sem og þóknun til björgunarmanna sem hafa skarað fram úr við björgunarstörfin, sbr. 170. gr. siglinga­laga 34/1985. Afganginum er síðan skipt skv. nánari reglum.
Aftur í leitarniðurstöður
Leita aftur