|
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið. |
Úr orðasafninu Lögfræðiorðasafnið
|
|
|
[íslenska] |
ráðherra
|
|
[skilgr.] Sá sem á sæti í ríkisstjórn.
[skýr.] R. fara með æðstu miðstjórn innan stjórnsýslunnar. Þeir fara í reynd með það framkvæmdarvald sem forseta Íslands er formlega veitt í stjórnarskránni og bera ábyrgð á öllum stjórnsýsluathöfnum sem framkvæmdar eru í [ráðuneytum þeirra. Embættisheitið r. var tekið upp með tilkomu ][heimastjórnar 1. febrúar 1904. Æðstu stjórnendur ráðuneyta konungs í Kaupmannahöfn (frá 1848) voru hins vegar nefndir ráðgjafar, en heitið r. þótti samræmast betur því aukna sjálfstæði sem fylgdi hinni nýju stjórnskipan. Sjá einnig ][Íslandsráðgjafi.
] |
[s.e.] |
framkvæmdarvald, heimastjórn, Íslandsráðgjafi, ráðuneyti, ríkisstjórn
|
|
|
|
|