|
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið. |
Úr orðasafninu Lögfræðiorðasafnið
|
|
|
[íslenska] |
skaðabótaábyrgð utan samninga
|
|
[skilgr.] Bótaskylda sem stofnast vegna tjóns þegar ekki er samningssamband milli tjónvalds og tjónþola og tjónið er ekki vegna vanefnda á samningi (sjá skaðabótaábyrgð innan samninga) heldur er því valdið með öðrum hætti.
[skýr.] Oftast stofnast réttarsamband tjónvalds og tjónþola fyrst við tjónsatvik, þ.e. þá eignast tjónþolinn skaðabótakröfur á hendur hinum skaðabótaskylda.
|
|
|
|
|