Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Lögfræðiorðasafnið    
[íslenska] skipting björgunarlauna
[skilgr.] Deiling og úthlutun þess hluta björgunarlauna sem kemur til skiptingar skv. nánari reglum (sjá hins vegar óskipt björgunarlaun).
[skýr.] Skal þá hinum skiptanlega hluta björgunarlaunanna útdeilt þannig, liggi ekki fullgildir samningar til annars, að þrír fimmtu hlutar falli til útgerðar þess skips sem bjargaði en tveir fimmtu hlutar til áhafnar þess skips. Hlut áhafnar skal skipt á þann veg að skipstjóri fái einn þriðja hluta en hin eiginlega skipshöfn tvo þriðju hluta. Milli skipshafnar skal svo skipt að réttri tiltölu miðað við föst laun hvers og eins eða hlutaskiptareglur, eftir því sem við á. Hlutur skipstjóra skal þó aldrei vera lægri en tvöfaldur hlut­ur þess skipverja sem hæst björgunarlaun fær. Leiðsögumaður um borð í skipi því sem bjargar fær skiptahlut í hluta skipshafnarinnar þótt hann sé ekki ráðinn hjá útgerðinni og skal hlutur hans vera jafn hæsta stýrimannshlut. Sbr. 170. gr. c-f siglingalaga 34/1985.
[s.e.] áhöfn, björgunarlaun, leiðsögumaður, óskipt björgunarlaun
Aftur í leitarniðurstöður
Leita aftur