Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Lögfræðiorðasafnið    
[íslenska] valdmörk stjórnvalda
[skilgr.] Takmörk stjórnsýsluvalds.
[skýr.] Með reglum um v. er leitast við að svara því undir hvaða stjórnvald ákveðin stjórnsýsluverkefni heyri. Slíkar reglur eru einnig nefndar bærnireglur. Þegar spurt er hvort tiltekið stjórnvald sé bært til þess að taka ákvörðun í ákveðnu máli er með því vísað til þess að stjórnvald má því aðeins taka ákvörðun í máli að það falli undir verksvið þess. Þegar sagt er að stjórnvald sé bært merkir það að hlutaðeigandi stjórnvald sé að lögum hið rétta stjórnvald til að fjalla um ákveðið mál. Gangi stjórnvald inn á verksvið annars stjórnvalds eða dómstóla er um valdþurrð að ræða. Verkaskipting stjórnvalda byggist einkum á fjórum sjónarmiðum: a) Rætt er um málefnaleg v. þegar stjórnvaldi eru fengin verkefni vegna þeirrar sérfræðimenntunar og reynslu sem starfsmenn þess búa yfir. b) Rætt er um staðarleg v. þegar v. eru dregin á grund­velli umdæmaskiptingar. c) Um stigskipt v. er að ræða þegar valdi er skipt á milli æðra settra og lægra settra stjórnvalda. d) Loks er rætt um hlutverkabundin v. þegar lög mæla svo fyrir að fleiri en eitt stjórnvald skuli koma að meðferð og úrlausn máls þar sem hvert stjórnvald hefur fyrirframákveðið hlutverk við meðferð þess. Dómstólar geta úrskurðað um v. skv. 61. gr. stjskr. Sjá einnig embættistakmörk yfirvalda.
[s.e.] bærnireglur, embættistakmörk yfirvalda, stjórnsýsluvald, stjórnsýsluverkefni, stjórnvald, valdþurrð
Aftur í leitarniðurstöður
Leita aftur