Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Tölvuorðasafnið (nýjasta útgáfa)
Flokkun:
Tölvuorðasafnið (5. útgáfa 2013)
[íslenska]
eingrunnskerfi
hk.
[skilgr.] Grunntalnakerfi þar sem öll sæti hafa sömu grunntölu nema e.t.v. það sem er með hæst vægi.
[skýr.] Vægi samlægra sæta eru margfeldi tiltekins þáttar og stighækkandi heiltöluvelda af grunntölunni. Neikvæð heiltöluveldi af grunntölunni eru notuð til þess að setja fram brot. Eingrunnskerfi er sérstakt tilvik af fjölgrunnakerfi.