Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Tölvuorðasafnið (nýjasta útgáfa)
Flokkun:
Tölvuorðasafnið (5. útgáfa 2013)
[íslenska]
grunntalnakerfi
hk.
[skilgr.] Sætistalnakerfi þar sem hlutfallið milli vægis sérhvers sætis og vægis þess sætis sem hefur næsta vægi fyrir neðan er jákvæð heil tala.
[skýr.] Hlutfallið er grunntala sætisins sem hefur lægra vægið. Leyfileg gildi tölustafa í sérhverju sæti eru núll og allar jákvæðar heilar tölur sem eru lægri en grunntala sætisins.