Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Umhverfisorð (Albert S. Sigurðsson)    
[íslenska] náttúruvernd
[skilgr.] Skipulögð viðleitni til að stuðla að samskiptum manns og náttúru, þannig að ekki spillist að óþörfu líf eða land, né mengist sjór, vatn eða loft. Náttúruvernd snýst einnig um að tryggja eftir föngum þróun náttúrunnar eftir eigin lögmálum, að vernda það sem er sérstætt eða sögulegt og auðvelda almenningi umgengni við náttúruna og auka kynni af henni. Það er einnig eitt af meginmarkmiðum náttúruverndar að tryggja það að komandi kynslóðir fá notið ósnortinnar náttúru. Á Íslandi heyrir náttúruvernd undir umhverfisráðuneytið en Náttúruvernd ríkisins annast framkvæmd hennar. Tengd hugtök: Náttúruverndarsvæði, mat á umhverfisáhrifum 
[s.e.] náttúruverndarsvæði
[enska] nature protection
Leita aftur