|
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið. |
Úr orðasafninu Myndlist
|
|
|
[íslenska] |
akvatinta
|
[sh.] |
akvatintuæting
|
|
[skilgr.] grafísk djúpþrykksaðferð, afbrigði af ætingu, notuð frá lokum 18. aldar. Afþrykkið nefnist einnig a
[skýr.] Við gerð a er fíngerðu dufti úr viðarkvoðu eða asfalti dreift yfir grafíkplötu úr málmi. Platan er hituð þar til duftkornin bráðna og festast við hana. Sýruhelt lakk eða fernis er borið á þá fleti sem eiga að vera hvítir og platan síðan lögð í sýru sem ætir hana. Þegar platan hefur legið um stund í sýrunni er hún tekin upp úr, lakkað yfir fleti sem eiga að vera ljósgráir og platan síðan lögð aftur í sýrubaðið. Þannig er haldið áfram að lakka yfir og leggja í sýru og nást þá fjölbreyttir tónar. Þeir fletir sem lengst liggja í sýrunni verða dekkstir á afþrykkinu. Aðferðin er talin hafa verið uppgötvuð af franska listamanninum J.-B. Le Prince árið 1768.
|
|
|
|
|
|