Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Umhverfisorð (Albert S. Sigurðsson)    
[enska] biocides
[íslenska] sæfiefni
[skilgr.] "Sæfiefni eru fjölbreyttur hópur efna og er þeim skipt í fjóra aðalflokka; sótthreinsiefni, rotvarnarefni, varnarefni önnur en þau sem notuð eru í landbúnaði og garðyrkju, svo og önnur sæfiefni. Aðalflokkar þessir skiptast síðan í 23 undirflokka. Sem dæmi um undirflokka úr hópi sótthreinsiefna má nefna efni til sótthreinsunar drykkjarvatns og til sótthreinsunar við matvæla- og fóðurframleiðslu. Undir rotvarnarefni falla m.a. viðarvarnarefni og efni til að rotverja ýmsa fullunna pakkaða vöru. Varnarefni eru t.d. nagdýraeitur og fæliefni. Fjórði og síðasti aðalflokkurinn er hálfgerð ruslakista en í þeim flokki eru m.a. gróðurhrindiefni og rotvarnarefni notuð í matvæli og fóður.Orðið ""sæfiefni"" er tillaga Íslenskrar málstöðvar að þýðingu á erlenda fræðiheitinu ""biocides"" eða ""biocidal products"". Eins og nafnið gefur til kynna, sérstaklega erlenda heitið, er hér um að ræða efni sem í víðum skilningi ,,deyða líf“, en það skal tekið fram að gamla íslenska sagnorðið að ""sæfa"" merkir að ""deyða"".". Tengd hugtök: Eiturefni, varnarefni, hættuflokkun efna 
Leita aftur