Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Myndlist    
[íslenska] konstrúktívismi
[skilgr.] hreyfing í myndlist og byggingarlist er þróaðist í Rússlandi 1913-22
[skýr.] Fylgismenn k töldu sig stunda listsköpun á vísindalegan hátt með því að taka helstu eigindir nútímalistaverka s.s. myndflöt, myndbyggingu, línu og litróf, til hlutlausrar rannsóknar og voru þeir oft kallaðir listrænir verkfræðingar. Þeir vildu einnig nýta listina í þágu þjóðfélagslegra framfara, t.d. með því að samsama hana byggingarlist og nytjalist. Síðar hefur heitið k oft verið haft um ýmsa abstraktlist) sem byggð er upp á mjög rökrænan og skipulagðan hátt, með einföldum formum og órofa flötum í frumlitum. k hafði áhrif á De Stijl og Bauhaus og lagði grunninn fyrir m.a. konkretlist, hreyfilist og mínimalisma.
[dæmi] Helstu fylgismenn k voru Vladimir Tatlin, Antoine Pevsner og Naum Gabo.
[s.e.] súprematismi
[danska] konstruktivisme
[enska] Constructivism
Aftur í leitarniðurstöður
Leita aftur