Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Myndlist    
[íslenska] fávismi
[sh.] fauvismi
[sh.] fauvismi
[skilgr.] (úr fr. Fauves, villidýr) stefna í franskri málaralist í upphafi 20. aldar
[skýr.] Gagnrýnandinn Louis Vauxcelles var fyrstur til að tala um „Les Fauves“ þegar hann skrifaði um hóp málara sem sýndi á frönsku haustsýningunni (Salon d'Automne) í París 1905. f er afbrigði expressjónisma og leituðust fylgismenn f við að túlka tilfinningar sínar gagnvart viðfangsefninu með kröftugri útlínuteikningu og hreinum ágengum litum. Á sínum tíma þóttu verkin hrá og því ófullgerð. Almennt er litið á f sem eina af upphafshreyfingum módernisma.
[dæmi] Fremstur í flokki fávista var Henri Matisse og meðal annarra atkvæðamikilla fulltrúa voru André Derain, Albert Marqet og Maurice de Vlaminck. Áhrif f bárust víða, ekki sízt með erlendum nemendum Matisse á árunum 1908-1910. Meðal þeirra voru margir Norðurlandabúar, m.a. Jón Stefánsson og gætir áhrifa f í elstu verkum hans.
[enska] fauves
Aftur í leitarniðurstöður
Leita aftur