Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Myndlist    
[íslenska] hellenísk list
[sh.] hellenismi
[sh.] hellensk list
[skilgr.] (úr gr. Hellas, Grikkland) forngrísk myndlist á tímabilinu 323-31 f.Kr. en heitið er dregið af því ríki sem stofnað var í Austurlöndum nær við fráfall Alexanders mikla
[skýr.] h einkennist af samruna klassískrar listar Grikkja við list þjóða sem Alexander mikli lagði undir sig. h einkennist af meiri fágun, flóknari uppbyggingu og meiri fjölbreytni en eldri skeið grískrar listar til forna. Í byggingalist var brugðið út af ströngum reglum fyrri tímabila og myndhöggvarar lögðu áherslu á raunsæjar, tilfinningaþrungnar fígúrur. h hafði mikil áhrif á list Rómaveldis.
[dæmi] Venus frá Míló, marmarastytta frá því um 200 f. Kr. sem nú er í Louvre í París.
[s.e.] grísk list til forna
[danska] hellenistisk kunst
[enska] Hellenistic art
Leita aftur