Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Tölvuorðasafnið (5. útgáfa 2013)    
[íslenska] sýndarminni hk.
[skilgr.] Geymslusvæði sem er þannig að sýndarvistföngum er varpað í raunvistföng og notandi getur litið á það sem vistfengjanlegt aðalminni í gagnavinnslukerfi.
[skýr.] Sýndarminni er gert úr stórri hægvirkri geymslu (ytri geymslu) og litlu hraðvirku minni (aðalminni) sem vinna saman sem eitt stórt hraðvirkt minni. Stærð sýndarminnis takmarkast því ekki af geymslurýmd aðalminnis heldur af fjölda gildra vistfanga í gagnavinnslukerfinu og af stærð ytri geymslu.
[s.e.] aðalminni, gagnavinnslukerfi, geymslurýmd, raunvistfang, sýndarvistfang, varpa, vistfang, vistfengjanlegur, ytri geymsla
[enska] virtual memory
[sh.] VM
Leita aftur