Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Lögfræðiorðasafnið    
[íslenska] sveitarstjórn
[sh.] borgarstjórn
[sh.] bæjarstjórn
[sh.] hreppsnefnd
[skilgr.] Fjölskipað stjórnvald í hverju sveitarfélagi sem fer með æðstu staðbundna stjórn í því sveitarfélagi, hvað málefni þess varðar, sbr. sveitarstjórnarlög 138/2011.
[skýr.] Í hverju sveitarfélagi skal vera s. sem kjörin er samkvæmt ákvæðum laga um kosningar til sveitarstjórna. S. fer með stjórn sveitarfélagsins og hefur ákvörðunarvald um nýtingu tekjustofna sveitarfélagsins og um framkvæmd þeirra verkefna sem sveitarfélagið annast, að svo miklu leyti sem ekki eru settar um það reglur í löggjöf. S. skal sjá um að lögbundin verkefni sveitarfélagsins séu rækt og að fylgt sé þeim reglum um meðferð sveitarstjórnarmála sem ákveðnar eru í lögum, reglugerðum og samþykktum sveitarfélagsins. S. get­ur ályktað um hvert það málefni sem hún telur að varði sveitarfélagið. S. skal gera sérstaka samþykkt um stjórn og stjórnsýslu sveitarfélagsins og um meðferð þeirra málefna sem sveitarfélagið annast. Slík samþykkt skal send samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu til staðfestingar. Heimilt er s. að nota heitið hreppsnefnd eða bæjarstjórn, enda byggi slík málnotkun á hefð. Í Reykjavík nefnist sveitarstjórnin borgarstjórn. borgarstjórn, bæjarstjórn, hreppsnefnd.
[s.e.] bæjarstjórn, hreppsnefnd
Aftur í leitarniðurstöður
Leita aftur