|
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið. |
Úr orðasafninu Myndlist
|
|
|
|
[enska] |
etching
|
|
|
[íslenska] |
æting
|
|
[skilgr.] grafísk djúpþrykksaðferð þróuð í kringum 1500 þar sem sýra er notuð til að æta línur og fleti í málma. æ getur líka merkt þrykkið sem unnið er með aðferðinni
[skýr.] Í æ er sýruheldur grunnur úr vaxi, viðarkvoðu eða asfalti borinn á kopar- eða sinkplötu, síðan er rist með nál eða öðru áhaldi í þá hluta sem sýran á að æta. Þar sem grunnurinn er óvarinn fær sýran greiðan aðgang að málminum og étur sig misdjúpt niður í hann. Því næst er grunnurinn tekinn af plötunni og prentsverta borin á. Að lokum er pappír eða öðru burðarefni þrykkt á grafíkplötuna.
|
|
|
|
|