Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Myndlist    
[íslenska] gotneskur stíll
[sh.] oddbogastíll
[sh.] oddbogastíll
[skilgr.] ríkjandi stíll í byggingar- og myndlist Evrópu frá miðri 12. öld og fram á 15. öld
[skýr.] Heitið var upphaflega notað á endurreisnartímanum í neikvæðri merkingu um stíl barbara eða gota en notað frá því um 1820 í núverandi merkingu. Í byggingalist þróaðist stíllinn út frá rómönskum stíll og átti upptök sín í Norður-Frakklandi. Helstu einkenni g eru oddbogar og rifhvelfingar, bornar uppi af grönnum súlnaknippum. Vegg- og svifstuðlar styðja við þak og hvelfingar og máttu veggir því vera þynnri en ella og gluggar stærri. Einnig var farið að skreyta glugga með steindu gleri. Gotnesk myndlist einkennist hokinni líkamsstellingu - gotnesku sveigjunni, Maríudýrkun og mikilli áherslu á þjáningu Krists og annarra helgra manna. Höggmyndir eru oft nátengdar byggingalistinni og eru þá felldar inn í framhlið og meginstoðir kirkna.
[dæmi] Notre-Dame dómkirkjan í París (1163-1250) og dómkirkjan í Reims (1211-1428) eru dæmi um byggingar í g. Áhrifa g gætir í íslenskum handritalýsingum og kirkjugripum frá miðöldum.
[danska] gotik
[enska] Gothic
Aftur í leitarniðurstöður
Leita aftur