Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Tölvuorðasafnið (5. útgáfa 2013)    
[íslenska] víxljafna so.
[skilgr.] Snyrta og breyta tölutákni sem haldið er eftir þannig að 1 er lagður við gildislægsta tölustafinn og geymt, ef nauðsynlegt er, enda sé einu af eftirtöldum skilyrðum fullnægt: (a) gildishæsti tölustafurinn af þeim sem sleppt var er stærri en helmingurinn af grunntölu sætis síns; (b) gildishæsti tölustafurinn af þeim sem sleppt var er jafn helmingi grunntölu sætis síns og einn eða fleiri af næstu tölustöfum á eftir eru stærri en núll; (c) gildishæsti tölustafurinn af þeim sem sleppt var er jafn helmingi grunntölu sætis síns, allir tölustafir á eftir eru núll og gildislægsti tölustafurinn af þeim sem haldið var eftir er oddatala.
[skýr.] Í þessari skilgreiningu má setja ?jöfn tala? í stað ?oddatala?. Sjá einnig jafna.
[dæmi] Tölutáknin 12,6375 og 15,0625, víxljöfnuð í þrjú tugabrotssæti, verða 12,638 og 15,062.
[enska] round off
Aftur í leitarniðurstöður
Leita aftur