Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Lögfræðiorðasafnið    
[íslenska] barnaverndarnefnd
[skilgr.] Opinber nefnd skipuð af sveitarstjórn til að tryggja að barnaverndarlögum sé fylgt og hafa eftirlit með aðbúnaði barna og forsjá og grípa til nauðsynlegra ráðstafana þegar út af er brugðið.
[skýr.] B. starfa á vegum sveitarfélaga, en þeim er óheimilt að gefa b. fyrirmæli um meðferð einstakra mála og þeim er óheimill aðgangur að gögnum og upplýsingum um einstök mál sem til meðferðar eru hjá b. Þá verður ákvörðunum og úrskurðum b. ekki skotið til sveitarstjórnar. Hlutverk b. er að: a) kanna aðbúnað, hátterni og uppeldisskilyrði barna og meta sem fyrst þarfir þeirra sem ætla má að búi við óviðunandi aðstæður, sæti illri meðferð eða eigi í alvarlegum félagslegum erfiðleikum, b) beita þeim úrræðum skv. barnaverndarlögum til verndar börnum sem best eiga við í hvert sinn til að tryggja hagsmuni og velferð barnanna og c) hafa með höndum önnur verkefni sem þeim er falið skv. barnaverndarlögum og öðrum lögum. Sjá 10.-12. gr. barnaverndarlaga 80/2002.
[s.e.] barnaverndarlög, sveitarstjórn
Aftur í leitarniðurstöður
Leita aftur