Orðabanki íslenskrar málstöðvar
          

Leit
Orðasöfn
Um orðabankann
Hafðu samband

   
Innskráning
Hér er að finna allar skráðar upplýsingar um hugtakið.
Úr orðasafninu Lögfræðiorðasafnið    
[íslenska] Stóridómur
[skilgr.] Löggjöf í dómsformi ( löggjafardómur), samþykkt á Alþingi 1564 og staðfest af konungi árið eftir.
[skýr.] Í S. var, með mjög ítarlegum hætti, kveðið á um refsingar fyrir brot í siðferðismálum, og var þar tekið mun þyngra á þeim málum en verið hafði skv. Kristinrétti Árna bisk­ups Þorlákssonar 1275, er gilt hafði á því sviði fram að því. Dómsvald í þeim málum hvarf, með S., frá kirkjunni og undir konungsvaldið og jókst sakeyrir sá sem til konungs rann stórlega í kjölfarið en tekjur biskupa minnkuðu þess í stað sökum missis sakeyris. Í S. voru fyrirmæli um ?hversu miklar fésektir og háar refsingar vera skyldu á frændsemis og mægða spjöllum, hórdómum og frillulífi." Hin refsiverða háttsemi fólst í a) sifjaspelli, þ.e. kynmökum ættingja og tengdra (blóðskömm), b) hórdómi, þ.e. framhjáhaldi hjóna (?einföldum" hórdómi ef annar aðilinn var í hjónabandi en ?tvöföldum" ef báðir aðilar voru í hjónabandi), og c) frillulífi, þ.e. lauslæti, lausu kynlífi ógiftra (legorðsmál). Fjöldi manns var líflátinn eftir ákvæðum S., sendur í fangavist eða beittur háum fjársektum. Segja má að seinustu ákvæði S. hafi ekki verið afnumin fyrr en með setningu hegningarlaga 1869.
[s.e.] frillulífi, hórdómur, löggjafardómur, sakeyrir
Leita aftur